- Advertisement -

Fimmaurabrandarar Framsóknar

Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, skrifar pólitíska grein í Mogga dagsins. Vill sýnilega að Framsókn stimpli sig inn í hina pólitísku umræðu. Verði áfram í aukahlutverki. Fram undan er flokksþing Framsóknar. Það er, ef af verður, í því ástandi sem nú er vegna Covid 19.

Allt bendir til að Lilja skori núverandi formann, Sigurð Inga Jóhannsson, á hólm. Jæja, þetta rak mig til í að glugga í afrakstur af síðasta flokksþingi Framsóknar. Hér eru nokkur sýnishorn. Sumt sem má lesa er skondið. Byrjum létt:

„Því leggst Framsóknarflokkurinn gegn fyrirhugaðri byggingu Landsbankans á dýrasta byggingasvæði landsins. Aðrar lausnir eru nærtækari.“ Bankabyggingin gengur vel.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Framsóknarflokkurinn vill að sjóðfélagar í lífeyrissjóðum kjósi stjórnir þeirra.

Endurskipulagning fjármálakerfisins.

Við endurskipulagningu fjármálakerfisins leggur Framsóknarflokkurinn áherslu á að fjármálakerfið þjóni fyrst og fremst heimilum og fyrirtækjum í landinu sem skapa störf og raunveruleg verðmæti á landsvísu. Eftirfarandi atriði ber að hafa að leiðarljósi:

Að viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi banka verði aðskilin.

Með fullum aðskilnaði er dregið úr hættunni á að ríkissjóður sé beint eða óbeint í ábyrgð fyrir áhættusömum fjárfestingarbankaverkefnum. Með aðskilnaði myndi einnig draga úr hagsmunaárekstrum, samkeppni yrði jafnari og bankar sem nú eru of stórir myndu minnka.

Auka skal lýðræði innan lífeyrissjóða.

Framsóknarflokkurinn vill að sjóðfélagar í lífeyrissjóðum kjósi stjórnir þeirra. Einstaklingar skulu hafa frelsi um hvar lögbundinn lífeyrissparnaður þeirra er ávaxtaður hjá viðurkenndum aðilum. Slík framkvæmd eykur lýðræði félagsmanna og mun ásamt innbyrðis samkeppni vörsluaðila lífeyrissparnaðar bæta gæði kerfisins og minnka hættu á varhugaverðum hagsmunatengslum. Þá er stjórnarseta fulltrúa lífeyrissjóða í þeim fyrirtækjum sem þeir hafa fjárfest í varhugaverð, enda getur hún valdið hagsmunaárekstrum.

Skipuð verði rannsóknarnefnd um þær aðgerðir sem stjórnvöld og fjármálafyrirtæki réðust í eftir hrunið.

Rannsaka þarf aðgerðir stjórnvalda og fjármálafyrirtækja í kjölfar hrunsins og finna út raunverulega stöðu fjármálakerfisins en það verður ekki gert án þess að rannsaka lögmæti þeirra aðgerða sem ráðist var í eftir hrunið, t.d. varðandi endurútreikninga gengistryggðra lána. Einnig þarf að skoða hvort úrvinnsla verðtryggðra og gengistryggðra lána hafi verið í samræmi við lög- og stjórnarskrárvarin réttindi neytenda og skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-samningnum.

Stöðva skal allar aðfarir sem byggja á fyrrnefndum aðgerðum á meðan vinna við slíka rannsóknarskýrslu stendur yfir.

Svo mörg voru þau orð. Nú dæmir hver fyrir sig hvernig Framsókn hefur gengið að fylgja eftir stefnu sinni.



Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: