- Advertisement -

Fimm milljónamaðurinn og skúringakonan

Sigurjón skrifar:

Merkilegt að fimm milljóna maður skuli berjast gegn því að allra lægstu launin verði hækkuð um ögn.

Fyrri hluti Reykjavíkurbréfs morgundagsins í Mogganum er Mogganum líkur. Mogginn reynir sitt til að berjast á móti hóflegum kröfum þess launafólks sem lægst hefur launin. Merkilegt að fimm milljóna maður skuli berjast gegn því að allra lægstu launin verði hækkuð um ögn. Kannski ekki þegar við virðum fyrir okkur hvaðan fimm miljónirnar, í mánuði hverjum, koma.

Fimm milljónamaðurinn hefur áður gengið hart fram gegn skúringakonu. Það var þá og verður rifjað frekar upp hér. En skoðum innri hug fimm milljóna mannsins.

„Þeir eru á hinn bóg­inn til, sem hafa þá lífs­skoðun, byggða á ríkri rétt­lætis­kennd, sem þeir hafa um­fram alla hina, að jafn­an skuli hleypa öllu í bál og brand sé þess nokk­ur kost­ur,“ skrifar fimm milljónamaðurinn fullur af réttlætiskennd, eða hvað?

„Lög­legt en siðlaust.“

Skoðum meira: „Ákveðið var að finna lít­inn hóp, sem væri hvað veik­ast­ur fyr­ir, og reyna að lokka hann til að gera leift­urárás verk­falls á af­markaða hót­el­starf­semi eins fyr­ir­tæk­is, með verk­falls­sjóð 27.000 fé­laga Efl­ing­ar á bak við þenn­an til­tölu­lega fá­menna hóp, og þar með mætti halda fólki í verk­falli til ei­lífðarnóns, hversu frá­leit­ar sem kröf­urn­ar væru. Með þessu mætti loka einu fyr­ir­tæki, þótt þokka­lega stórt væri og vel rekið, og halda því lokuðu um langa hríð. Er því haldið fram, að glopp­ur í laga­verk­inu geti gefið mönn­um svig­rúm til slíkra verka. Aðrir telja þó að veru­leg álita­mál séu uppi um hvort slíkt fái staðist. Sé það þó þannig, þá á við orðtakið sem Vil­mund­ur Gylfa­son þingmaður gerði þekkt: Lög­legt en siðlaust.“

Ef við setjum þetta orðasalat í skilvinduna stendur eitt eftir sem vit er í: „…þá á við orðtakið sem Vil­mund­ur Gylfa­son þingmaður gerði þekkt: Lög­legt en siðlaust.“

Þessi sígildu orð Vilmundar mætti fimm milljónamaðurinn tileinka sér sem og allir hans skoðanabræður.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: