Fréttir

Fimm milljarðar til sauðfjárbænda – hveru mikið fær hver bóndi?

By Miðjan

February 02, 2020

Sauðfjárbændur fá rúma fimm milljarða í styrki á ári hverju. Engar upplýsingar er fá um hversu mikið hver bóndi fær. Í Evrópusambandinu er allt annar háttur á. Innan sambandsins er veigamiklir styrkir. Þar er hægt að fletta upp hversu mikið hver og einn fær í styrki. Annað en hér á landi.

Jón Steindór Valdimarsson Viðreisn vill að tjöldin verði dregin frá. „Mun ráðherrann skoða þessi mál með þeim hætti að hann muni beita sér fyrir þeirri sjálfsögðu upplýsingaskyldu að styrkir af þessu tagi til einstakra aðila verði opinberir líkt og er, eins og ég bendi á, í öllum ríkjum Evrópusambandsins sem rekur umfangsmikla styrkjastefnu?“ Þannig spurði hann Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra.

Kristján Þór svaraði Jóni: „Já, ég lýsi mig reiðubúinn til að fara í gegnum þennan regluhaug allan saman. Það er sjálfsagt mál. Ég lít svo á að það sé bara eðlilegt að það liggi fyrir sem gleggstar upplýsingar um ráðstöfun á skattfé og styrkjum sem þessum.

Jón Steindór telur að veita þurfi bændum aðhald. Kristján Þór, orðaði það þannig að það væri nauðsynlegt að veita bændum aðhald en ég held að það sé ekki síður löggjafanum og almenningi nauðsynlegt að hafa slíkar upplýsingar, einfaldlega til þess að geta metið bæði kosti og galla við þær ákvarðanir sem verið er að taka í slíkum samningum. Þannig að já, ég tel eðlilegt að þetta sé skoðað.“