Enginn missir er af brotthvarfi réttarníðinga úr Hæstarétti.
Ólafur Arnarsson skrifaði:
Þegar hæstaréttardómari var seint á síðustu öld talinn hafa nýtt sér um of heimild til áfengiskaupa höfðaði dómsmálaráðherra mál á hendur honum til embættismissis. Var hann dæmdur frá embætti. Magnús Thoroddsen var einn besti dómari sem setið hefur í Hæstarétti, réttsýnn og sanngjarn. Brotthvarf hans úr réttinum var missir fyrir íslenskt réttarríki.
Nú hafa fimm dómarar við Hæstarétt orðið uppvísir að því að brjóta grundvallarreglur réttarríkisins og brotið gróflega á réttindum manna, sem sýknaðir voru í héraði. Hæstaréttardómararnir sameinuðust um að brjóta á þeim grundvallarmannréttindi og dæma þá í fangelsi. Dómararnir brutu grundvallarreglu, sem sérhver fyrsta árs nemi í lögfræði skilur. Eiga þessir brotamenn að sitja áfram í Hæstarétti? Ég tel einsýnt að nú beri dómsmálaráðherra að höfða má á hendur þessum dómurum til embættismissis, ef þeir þá sá ekki sóma sinn sjálfir í að segja af sér. Enginn missir er af brotthvarfi réttarníðinga úr Hæstarétti. Hvað ætlar dómsmálaráðherra nú að gera?
Greinina birti Ólafur Arnarsson á Facebook.