HEB: Fimm börn létust á fimmtán vikum
Þjóðlegur fróðleikur í boði Heima er bext:
23. október árið 1780 hélt Bjarni Einarsson, umboðsmaður Davíðs sýslumanns Schevingsí Haga, héraðsþing í Tungu í Örlygshöfn. Meðal þeirra, sem sóttu þingið, var prófasturinn, séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal, þá roskinn orðinn. Báru bændur mikla lotningu fyrirprófastinum, en kvörtuðu í sinn hóp yfir harðneskju, sem hann beitti þá.
Fátt bar markvert til tíðinda á þingi þessu, unz séra Björn reis á fætur og kærði bóndann í Króki á Rauðasandi fyrir þær sakir, að hann hefði drepið fimm börn sín úr hor og vesöld, þar á meðal eitt, sem hann hafði tekið úr góðu fóstri skömmu áður. Til frekari áréttingar kærði hann bónda þennan fyrir óhóf í matartekju og tóbaksáti og lét þess getið, að hann væri illur viðskiptis meinhægri konu sinni.
Bóndi sá, sem séra Björn kærði, hét Magnús Björnsson, og mun hann hafa verið í all náinni frændsemi við þá menn á þessum slóðum, er þótt fyrir öðrum að efnum og atgervi. En sjálfur var hann lítt þokkaður, orðhákur og blótvargur umfram flesta menn og hroki mikill, þrátt fyrirörbirgð sína. Kona hans hét Þórlaug Jónsdóttir, og virtist henni hafa staðið mikill ótti af manni sínum.
Kæra prófastsins var nokkuð seint fram komin, því að nálega fjórir mánuðir voru liðnir frá dauða síðustu barnanna, þegar hann kærði Magnús. Eigi að síður hófst nú rannsókn, og af henni er meðal annarsljóst, að helztu bændum í þessum byggðarlögum var fullkunnugt umheimilishagi í Króki, þar á meðal nánum skyldmennum húsbóndans, um það bil er börnin voru að falla. Sjálfur hafði prófastur jarðað þau hvert af öðru og ekki beitt sé fyrir því, að tekið væri í taumana. frekar en aðrir ráðamenn í þessum sóknum.
Í ársbyrjun 1780 voru sjö börn þeirra Krókshjóna lifandi, hið elzta þrettán eða fjórtán ára en hið yngsta 2ja ára. Bústofn var lítill og lélegur, og matarborði til vetrarins nauðalítill.
Fyrsta barnið, sjö ára telpa, hrökk upp af í þorralok. Fimm vikum síðar dóru tvær telpur samtímis, önnur fjögurra ára, en hin átta ára. Síðan hjarði það, sem eftir var fram í júníbyrjun, en þá dóu enn tveir drengir, annar þrettán eða fjórtán ára, en hinn ungur.
Móðirin sagði, að börnin hefðu verið með lífsýki, en hitt vissi hún ekki, hvort þau hefðu verið horuð, þegar þau dóu. Og ekki sagði hún, að sér hefði hugkvæmztað kvarta um bjargarskort eða biðja náunga sína að hjálpa börnunum. Magnús þrætti á hinn bóginn fyrir það, að tvö af börnunum hefðu fallið úr hor, en neitaði því ekki, að svo kynni að hafa verið um hin. Og öll hefðu þau verið klæðlítil, en þó átt til skipta. Hann kvaðst hafa kvartað um það við hreppstjóra, að sér vegnaði báglega, og fengið þá eina vætt sér til styrktar, og eins hefði hann beðið hér og þar ummylka kú. Annars kvað hann heimilið aldrei hafa verið mjólkurlaust með öllu, og ekki hefði honum dottið í hug að leita með börnin á náðir efnaðra frænda sinna. Við frekari eftirgrennslan kom þó í ljós, að dagsnyt hafði aðeins verið ein til þrjár merkur frá höfuðdegi þar til þremur vikum fyrir jól. Önnur vitni sögðu þó, að ekki myndi hafa rætzt stórum úr um mjólk í Króki síðari hluta vetrarins.
Eftirlektarverðast er þó, hve mætavel góðbændunum var kunnugt um það, hvað var að gerast í Króki. Jón Magnússon hreppstjóri á Stökkum hafði séð börnin óþrifaleg og klæð lítil. Sá hann eitt barnið til dæmis um sumar málin, og kvað hann þá hafa verið slíkan lopa í andliti þess, að sig hafi frygðar við að sjá það. Honum var einnig kunnugt um það, að ekki höfðu komið að Króki önnur matvæli úr kaupstað en ein hálftunna og hálft annað kvartil af mjöli og þrjár vættir af skemmdum fiski. En „eftir birgðum þeim, sem þangað hafi komið að heimili, segist hann helzt vita, að börnin hefðu mátt lengur lifa, ef hagnaður og þrif hefðu brúkuð verið“.
Egill Brandsson í Breiðuvík, sem virðist hafa verið mjög nákominn þessu fólki, hafði haft eitt barnanna í fóstri og boðizt til að bæta öðru sjövetra við, og mun þá átt við telpuna, sem fyrst lézt. En Magnús tók eigi að síður barnið, sem var í Breiðuvík, og hafði það heim með sér.
Einn bóndinn kvað barnið, sem fyrst dó, ekki hafa stirðnað, og annar hafði sömu sögu að segja um lík þeirrar telpunnar, sem næst féll í valinn.
Guðmundur Ólafsson, hreppstjóri í Skógi, sagði, að efnaðir frændur Króksfólksins, er bjuggu í næsta nágrenni, hefðu ekki tekið börnin til sín „végna gamals óþakklætis Magnúsar“.
Ekki vildi neinn bændanna fallast á það atriði í kæru séra Björns í Sauðlauksdal, að Magnús bruðlaði með mat. En hitt könnuðust þeir við, að hann var tóbaksvargur. Sagði Jón á Stökkum til marks um þetta, að hann ryddi upp í sig „meira en einn pís“ af munntóbaki í einu. Þórlaug bar á móti, að Magnús berði sig, en um annað atlæti vildi hún ekki tala. Nágrönnunum var ekki heldur kunnugt um það, að bóndi hennar legði á hana hendur, en ekki fór það dult, að hann hafði tíðum við hana ótérlegar formælingar og blótsyrði, en hún svaraði ragni hans og hrakyrðum aldrei aukateknu orði. Endalok þessa máls voru þau, að Krókshjónin skyldu þola opinbera aflausn í sóknarkirkju sinni og „afbiðja það hreppta, semskeger“. Forráðamenn sveitarfélagsins sættu aftur á móti ekki neinum áminningu fyrir afskiptaleysi sitt.