Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi bendir að það sé ekki aðeins í Reykjavík þar sem samþykkt var að kjör bæjarfulltrúa tækju ekki breytingum samkvæmt kjararáði, heldur tengdust þau launavísitölu.
„Ég samþykkti það og allir samþykktu það (auðvitað). Hins vegar var Kóp nýbúinn að hækka starfshlutfallið úr 28% í 33%. Ég óskaði eftir því að þessar tvær ákvarðanir yrðu teknar saman og kostnaður metinn við þessar tvær ákvarðanir. Ég vildi sjá heildartöluna (þreytist ekki að tala um þetta því mér finnst þetta svo galið).“
„Sjálfstæðisflokkurinn með Margréti Friðriks í fararbroddi hafnaði því og fékk ég hressilegar skammir fyrir, það er allt í lagi, áhugavert að vera skammaður eins og menntaskólakrakki. Hins vegar tók ég þennan kostnað saman (sjá hér a’ neðan) Það hljóta allir að sjá að þetta er galið. Þetta mál er óuppgert og vil ég leiðrétta þessi mistök strax á fyrsta bæjarstjórnarfundi í næstu viku,“ segir Theodóra.
„Þetta kallast vitaskuld samskiptaörðugleikar þegar maður spyrnir við fótum. Líka þegar ég hafnaði að fara í veislur og ferðir á kostnað bæjarins upp á fleiri hundruð þúsund – þá poppuðu upp meintir samskiptaörðuleikar og var ég skömmuð í þriðju persónu eintölu, það er miklu verra. Allir meintir samskiptaörðuleikar við mig snéru að því þegar verið var að úthluta gæðum til okkar kjörina fulltrúa, ferlið er ógagnsætt og mikil hætta á spillingu. En þá er voða gott að losa sig við vandræðagemsan og fá inn einhvern sem er til í þetta. Svo heldur lífið bara áfram og Sjálfstæðisflokkurinn er alltaf stóri flokkurinn,“ skrifar Theodóra S. Þorsteinsdóttir.