Fréttir

Ferðaþjónustan í forystuhlutverki

By Miðjan

March 27, 2015

Eftir verulegan samdrátt árin 2009 og 2010 mældist hagvöxtur í fyrsta skiptið eftir hrun árið 2011 þegar hagkerfið óx um 2,4% að raunvirði. Það ár fjölgaði erlendum ferðamönnum hér á landi einnig eftir fækkun bæði árin 2009 og 2010. Milli áranna 2011 og 2014 hefur mælst töluverður vöxtur í komum ferðamanna hingað til lands en á sama tíma hefur mælst jákvæður hagvöxtur. Þetta er meðal efnis í nýrri skýrslu Hagfræðideildar Landsbankans um ferðaþjónustu á Íslandi. Um fjórðung má skýra beint með vexti ferðaþjónustu Út frá þáttatekjum mismunandi atvinnugreina í framleiðsluuppgjöri Hagstofunnar má áætla hlutdeild þeirra í efnahagsbatanum 2010 til 2014. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans.

Um fjórðung efnahagsbatans má skýra beint með aukningu í atvinnugreinunum sem teljast til ferðaþjónustu, en í þeim eru meðal annars flutningar með flugi og rekstur gistiheimila, veitingastaða og ferðaskrifstofa. Að einhverju leyti er þetta vanmat á hlutdeildinni því hluti uppgangs í öðrum atvinnugreinum endurspeglar aukinn fjölda ferðamanna. Til dæmis má ætla að hluti aukningarinnar í byggingarstarfsemi milli 2010 og 2014 sé vegna hótelbygginga og að hluti aukningarinnar í verslun sé vegna erlendra ferðamanna.

Sjá nánar http://www.landsbankinn.is/Uploads/Documents/Hagsja/2015-03-26-Ferdathjonustan-i-lykilhlutverki.pdf