- Advertisement -

Ferðaþjónustan hefur malað gull

„… fá á sig ásakanir um að vilja drepa Ísland.“

Sólveig Anna skrifar:

Hótelþerna sem starfar á hótelum Íslandshótela fær í laun 330-340.000 krónur í mánaðarlaun og inn í þessari upphæð eru tvær helgar með vaktaálagi. Framkvæmdarstjórinn, Davíð Torfi segir um þessa staðreynd að þetta sé „raunveruleikinn sem blasir við“, að hann vildi gjarnan hækka laun „en við þurfum alltaf að horfa á heildaráhrifin“. 

Í Stundinni í dag er fjallað um gróða eigenda Íslandshótela, sem er auðvitað glæsilegur enda hefur ferðamannaiðnaðurinn, eins og við öll vitum, malað gull fyrir fjármagnseigendur og atvinnurekendur. Þeir hafa ekki síst hagnast á þeirri samræmdu láglaunastefnu sem fengið hefur að eitra íslenskt samfélag, kerfisbundinni grimmdar-nálgun á tilveru og lífskjör fólks þar sem það hefur þótt sjálfsagt mál að greiða fólki laun sem ekki duga fyrir útgjöldum frá einum mánaðamótum til þeirra næstu. 

Þú gætir haft áhuga á þessum
Framkvæmdarstjórinn, Davíð Torfi segir um þessa staðreynd að þetta sé „raunveruleikinn sem blasir við“, að hann vildi gjarnan hækka laun „en við þurfum alltaf að horfa á heildaáhrifin“. 

Annað sem fengið hefur að eitra íslenskt samfélag er sú staðreynd að það sjónarhorn sem hlutirnir eru skoðaðir út frá í samfélagslegri umræðu hefur því sem næst eingöngu verið sjónarhorn fjármagnseigenda og atvinnurekenda. Þannig að í stað þess að hóteleigandinn sem greiðir sjálfum endalausar milljónir í arð og fær svo endalausar niðurfellingar hjá bönkum ef að það þarf, fái spurninguna um hvernig standi á því að hann lifi í vellystingum á meðan að hótelþernan sem vegna hans ákvarðana lifir við skert lífsgæði fær fólkið sem berst fyrir því að hótelþernan fái mannsæmandi laun fyrir unna vinnu á sig ásakanir um að vilja drepa Ísland. Finnst einhverjum þetta í alvöru eðlilegt ástand? 

En sem betur fer hlutirnir að breytast, sem betur fer er hér fjöldi fólks sem er ekki tilbúinn til að sætta sig við áframhaldandi ofríki auðstéttarinnar á kostnað vinnuaflsins. Sem betur fer er sá tími runninn upp að verka og láglaunafólk ætlar ekki lengur að sætta sig við að sjónarhornið sem samfélagið er skoðað út frá sé ávallt sjónarhorn þeirra sem eru til í að láta illa launaða vinnu annarra gera sig ríka. Við krefjumst þess að okkar hagsmunir fái að ráða för, einmitt vegna þess að við erum tilbúin til að skoða „heildaráhrifin“. Og þau sem sjá það sem algjörlega óleysanlegt vandamál að öllu fólki séu tryggð mannsæmandi laun fyrir unna vinnu; ætli þau verði ekki bara að eiga slíka afstöðu við eigin samvisku.




Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: