- Advertisement -

Ferðaþjónustan fær tíu milljarða í skattaafslátt

- segir fyrrverandi fjármálaráðherra og vill skýr svör frá núverandi fjármálaráðherra

Oddný Harðardóttir segir að í raun sé skattaafsláttur till ferðaþjónustunnar um tíu milljarðar á ári. „Það má nota slíka upphæð í eitthvað ekki satt?“

„Hvers konar hagstjórn er það að veita afslátt til að laða ferðamenn að þegar að okkur vantar fjármuni til að byggja upp svo mögulegt sé að taka á móti þeim? Þessi breyting á vaski gefur a.m.k. 10 milljarða króna á ári. Það má nota slíka upphæð í eitthvað ekki satt?“

Oddný G. Harðardóttir skrifaði þetta á Facebook fyrr í dag. Hún hafði hlustað á Vikulokin á rás1 á RÚV. Þar var verið að ræða um ferðaþjónustu og skort á innviðauppbyggingu. „Ég vona að þáttastjórnandinn biðji um umræðu um skattastyrkinn sem veittur er með því að gisting og afþreying sé í 11% virðisaukaskattsþrepi líkt og matur, orka og bækur en ekki í almennuþrepi sem er 24%.“

Edward Huijbnes, forstöðumaður rannsóknamiðstöðvar ferlðamála, sagði við mig á Sprengisandi fyrir fáum árum, að milljón ferðamenn geti haft jákvæð og varanleg áhrif á Íslandi, en til að ávinningur samfélagsins verði sem mestur verði að skattleggja ferðaþjónustu meir en gert er. Og best sé að byrja á að afnema allar undanþágur, svo sem af gistingu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Edward segir okkur ekki skattleggja ferðaþjónusta eins mikið og gert er í öðrum löndum, að við eigum marga möguleika ónýtta.

Ég bar þessa skoðun hans undir ráðherra í ríkisstjórn þess tíma, það er þegar ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisfflokks, var við völd. Sá svaraði að rétt væri að Edward Huijbnes væri þá forstöðumaður rannsóknarmiðstöðvar ferðamála. „Og svo er hann varaþingmaður VG.“ Kannski þess vegna var ekki hlustað á fræðimanninn Edward.

Einsog greint var frá hér á síðunni hefur Oddný lagt fyrir fjármála og efnahagsráðherra tvær spurningar um hótel og gististaði og virðisaukaskattinn.

Sem fyrr segir eru spurningar Oddnýjar tvær. Sú fyrri er um hvaða fjárhæðir innskatts og útskatts hótela og gistiheimila voru, sem og endurgreiðslur til þeirra vegna mismunar, hvort ár 2015 og 2016 og hvernig var skiptingin milli rekstrarkostnaðar og stofnkostnaðar?

Og sú síðari var hver hefði inn- og útskattur hótela og gistiheimila, sem og endurgreiðslur til þeirra, verið sömu ár ef þjónusta hótela og gistiheimila hefði verið í almennu virðisaukaskattsþrepi?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: