- Advertisement -

Ferðaþjónusta á brauðfótum

1.800 krónur á tímann í vaktavinnu eru smánarlaun.

Sigurjón Magnús Egilsson skrifar:

Af fréttum að dæma stendur ferðaþjónustan á Íslandi á brauðfótum. Forráðamenn fyrirtækja koma hver af öðrum og bera sig illa. Segjast jafnvel hafa áhuga á að borga betri laun. En segja jafnframt að þeir hafi ekki í efni á því.

Helsta útflutningsgrein Íslands er í bráðri hættu. Ef marka má orð þess fólks sem stýrir fyrirtækjunum. Ekki vegna hugsanlegra verkfalla. Staðan er víst bara svona. Og hefur verið. Ef marka má orð framkvæmdastjóranna.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Helsta útflutningsgrein Íslands er í bráðri hættu. Ef marka má orð þess fólks sem stýrir fyrirtækjunum. Ekki vegna hugsanlegra verkfalla. Staðan er víst bara svona. Og hefur verið.

Einn þeirra bendir á að starfsmenn veitingahúsa vinni ekki hefðbundna dagvinnu heldur vaktavinnu. Það liggur víst í eðli starfseminnar. „Taxti Eflingar hljóði upp á um 1.600 krónur en meðalveitingastaður greiði um 1.800-1.900 krónur,“ segir veitingamaður í viðtali við Markaðinn.

Varla þykja þessi laun há. En hvað um kokkana?

Veitingamaðurinn segir faglærðan kokk, þá með reynslu og starf sem vaktstjóri á vöktum, alla jafna um 550 þúsund krónur á mánuði í laun.“ Minna má það varla vera, eða hvað?

Verð á veitingastöðum er óvíða hærra en á Íslandi. Erum við ekki öll sammála um það?

Nýverið borðuðum við fjórir Íslendingar á fínum indverskum stað á Spáni. Fjórir aðalréttir, þrír eftirréttir, tvö hvítvínsglös, tvær flöskur af sódavatni og einn espressokaffi kostuðu 80 evrur, eða rúmar ellefu þúsund íslenskar alls. Indverski maturinn var stórgóður. Innan við 2.800 krónur á mann.

Jæja. Ef rétt er að staðan í ferðaþjónustunni sé svo slæm er eins gott fyrir þjóðina að vakna. Það er eitthvað að. En hvað? Halda má að einhvers staðar sé peningaleki. En hvar?

Ekki eru það laun starfsmanna. 1.800 krónur á tímann í vaktavinnu eru smánarlaun. Miðað við 160 klukkustundir á mánuði eru launin nokkru undir 300 þúsundum á mánuði.

Sem sagt. Launin geta ekki verið lægri og því er ekki unnt að benda á þau í vanda ferðaþjónustunnar. En eigendurnir, maka þeir krókinn?

„Ef það kemur einn hægur mánuður er maður farinn að naga neglurnar. Og við jafnvel skerðum launin okkar eða fáum ekkert útborgað,“ segir veitingamaður í viðtali í Markaðnum.

Ja, hérna. Burðugt er það ekki. Ef veitingamennirnir, sem og margir aðrir í ferðaþjónustunni, halla ekki réttu máli er staðan grafalvarleg. Reksturinn stendur ekki undir lægstu launum og jafnvel engum launum til handa eigendunum.

Hvaða vitleysa er í gangi?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: