Ríkisstjórn Íslands hefur afráðið að fimm þúsund króna ferðaávísanirnar megi framselja. Að til verði braskmarkaður. Þannig getur fátækt fólk selt þeim efnameiri ávísanirnar sínar á undirverði. Mest má borga með fimmtán ávísunum í einu, eða 75 þúsund krónum.
„Merkin sýna verkin“ kemur eflaust upp í huga margra við þessa nýju frétt af stjórnarheimilinu.