Nokkrar ferðaskrifstofur eru byrjaðar að endurgreiða neytendum sem höfðu greitt inn á ferðir.
„Lögmannsstofan Málsvari, Sundagörðum 2, Reykjavík, fagnar því fyrir hönd skjólstæðinga sinna, að Ferðaskrifstofa Íslands, sem rekur m.a. Úrval Útsýn, Plúsferðir, Sumarferðir og Iceland Travel Bureau, hefur fallist á kröfur skjólstæðinga okkar og hafið endurgreiðslu krafna þeirra fyrir pakkaferðir sem var aflýs,“ segir í bréfi lögmanna sem hafa unnið fyrir neytendur í þessu sérstaka máli.