Ferðamálaráðherra ratar í vanda
Fólk, sem starfar innan ferðaþjónustunnar, er ekki sátt með ráðherrann sinn, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, skv. því sem Túristi segir.
Ráðherra virðist með vondu orðavali hafa kallað yfir sig skammir margra.
„Ráðherrann fær þarna tækifæri til að segja hvernig þessi uppbygging er fjármögnuð og kýs að skilja það eftir í hugum fólks að þetta sé tekið af skattgreiðslum almennings. Þegar staðreyndin er sú að bara gistináttagjaldið gerir meira en að greiða fyrir þetta,” segir einn viðmælenda Túrista.