- Advertisement -

Ferðahrakningar: Vatn og brauð í boði Icelandair

Aukinheldur kom svo í ljós að matarbirgðir vélarinnar dugðu engan veginn og fékk obbinn af farþegunum ekkert matarkyns að borða, en var boðið upp á súkkulaði að maula.

Sigurður Þór Salvarsson.

Sigurður Þór Salvarsson skrifar:

Örlítil hörmungarsaga af „þjónustu“ Icelandair. Ég og margir aðrir áttum flug frá Manchester til Íslands kl. 12.55 í dag, mánudag 15. Ballið byrjaði við innritunina þar sem okkur var tjáð að við yrðum að tékka allan handfarangur inn vegna þess að vélin væri full og mikill handfarangur. Það var ekki spurning um að þetta stæði okkur til boða, heldur var þetta skipun. Gott og vel allir komnir inn í vél ca 12.55 og ekkert að vanbúnaði að fljúga þennan stutta spöl heim, tvo tíma og korter. En ekkert gerðist og eftir hálftíma bið var fólk farið að ókyrrast aðeins. Þá tilkynnti flugstjórinn að tafir hefðu orðið við að hlaða vélina, en allt yrði klárt eftir korter í síðasta lagi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Enn leið hálftími og þá tilkynnti flugstjórinn að tæknilegir erfiðleikar hefðu komið upp sem ætti þó ekki að taka langan tíma að laga. Skömmu síðar fengum við vatn. Enn lengdist biðin og við búin að sitja í tvo klukkutíma úti í vél. Þá tilkynnti flugstjórinn að um bilun væri að ræða og flugvirki á leiðinni til að leysa vandann. Svo var okkur náðarsamlegast boðið kaffi.

Eftir þriggja tíma bið úti í vél var okkur boðið upp á ræfilslega orkustöng, sem var það fyrsta matarkyns, ef svo mætti kalla, sem farþegar fengu. Í framhaldinu okkur tjáð að bilunin væri erfiðari viðureignar en upphaflega var talið en sömuleiðis að það þyrfti að létta vélina. Þyrfti að senda ca 25 farþega til Lundúna og þaðan heim, auk þess sem allur farangur yrði skilinn eftir í Manchester.

Rétt áður en lent var í Keflavík var tilkynnt að farangurinn væri örugglega ekki með vélinni, en að tekið yrði á móti okkur með mat og drykk í flugstöðinni, sem reyndust þegar til kom vera samlokur í plasti og vatn.

Eftir þetta liðu enn tveir tímar og þá höfðum við setið úti í vél í fimm klukkutíma án þess að vera boðið nokkuð bitastætt að borða. Þá var loks farið í loftið, en svör voru mjög óljós og misvísandi þegar spurt var um farangurinn. Áhöfn vélarinnar virtist ekki viss hvort hann væri með vélinni eða hvort hann hefði orðið eftir. Aukinheldur kom svo í ljós að matarbirgðir vélarinnar dugðu engan veginn og fékk obbinn af farþegunum ekkert matarkyns að borða, en var boðið upp á súkkulaði að maula.

Rétt áður en lent var í Keflavík var tilkynnt að farangurinn væri örugglega ekki með vélinni, en að tekið yrði á móti okkur með mat og drykk í flugstöðinni, sem reyndust þegar til kom vera samlokur í plasti og vatn. Svo þurftum við að fylla út í þar til gert eyðublað til að hægt yrði að koma farangrinum til okkar, þegar hann kæmi til landsins sem gæti orðið á morgun en hugsanlega síðar!

Þetta er auðvitað ekki boðleg „þjónusta“ hjá flugfélagi sem státar sig af góðri þjónustu þegar svo ber undir. „Þú flýgur betur með Icelandair“ sagði í einni auglýsingunni. Ef þetta er betur þá býð ég ekki í hvað er verr.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: