- Advertisement -

Er Friðjón frekjudallur?

Sýkla­lyfja­ónæm­ar bakt­erí­ur drápu um 33 þúsund manns inn­an Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins.

Viðar Guðjohnsen, áhrifamaður í Sjálfstæðisflokki, er ósáttur með flokkinn. Sem og margir aðrir. Hann segir í Moggagrein að fylgi flokksins hafi helmingast. En hvers vegna?

„Mál­flutn­ing­ur for­ystu­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins upp á síðkastið hef­ur valdið flokks­mönn­um mikl­um áhyggj­um. Marg­ir mæt­ir menn hafa sagt skilið við flokk­inn og al­manna­tengl­ar ganga fram með frekju og dóna­skap í viðtöl­um. Ofan á þetta hafa hin og þessi umróts­mál fengið braut­ar­gengi á vakt full­trú­anna. Fylgi flokks­ins hef­ur helm­ing­ast.“

Almannatenglar segir Viðar. Þá hlýtur kastljósið að beinast að Friðjóni R. Friðjónssyni, hjá KOM og fyrrum aðstoðarmanni Bjarna Benediktssonar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Viðar er annt um það sem íslenskt er og geldur varhug við mörgu sem erlent er:

„Eins fá­menn þjóð og Ísland get­ur auðveld­lega glatað öllu ef menn huga ekki að eign­ar­haldi út­lend­inga á jörðum og þeim auðlind­um sem þeim fylgja. Það væri synd ef sof­anda­hátt­ur stjórn­mála­manna eða ótti yrði þess vald­andi að eft­ir nokk­ur ár vöknuðu þeir full­ir af eft­ir­sjá.“

Í huga Viðars er það ekki bara jörðin sjálf sem veldur honum áhyggjum. Í huga hans, sem og eflaust margra samflokksmanna, áhyggjur af mörgu öðru. Ekki síst lýðheilsu:

„Íslenski land­búnaður­inn, hið mik­il­væga hryggj­ar­stykki þjóðar­inn­ar, sem fram­leiðir ein­stök mat­væli, er van­met­in auðlind. Sýkla­lyfja­ónæm­ar bakt­erí­ur drápu um 33 þúsund manns inn­an Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins á ár­inu 2015, sbr. upp­lýs­ing­ar í ný­legri rann­sókn sem unn­in var fyr­ir evr­ópsku smit­sjúk­dóma­stofn­un­ina. Til sam­an­b­urðar lét­ust um átta þúsund af völd­um ópíóíða á sama svæði á síðasta ári.“

Grein Viðars er til muna lengri. Stytting greinarinnar og fyrirsögnin eru á ábyrgð Miðjunnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: