Viðar Guðjohnsen, áhrifamaður í Sjálfstæðisflokki, er ósáttur með flokkinn. Sem og margir aðrir. Hann segir í Moggagrein að fylgi flokksins hafi helmingast. En hvers vegna?
„Málflutningur forystumanna Sjálfstæðisflokksins upp á síðkastið hefur valdið flokksmönnum miklum áhyggjum. Margir mætir menn hafa sagt skilið við flokkinn og almannatenglar ganga fram með frekju og dónaskap í viðtölum. Ofan á þetta hafa hin og þessi umrótsmál fengið brautargengi á vakt fulltrúanna. Fylgi flokksins hefur helmingast.“
Almannatenglar segir Viðar. Þá hlýtur kastljósið að beinast að Friðjóni R. Friðjónssyni, hjá KOM og fyrrum aðstoðarmanni Bjarna Benediktssonar.
Viðar er annt um það sem íslenskt er og geldur varhug við mörgu sem erlent er:
„Eins fámenn þjóð og Ísland getur auðveldlega glatað öllu ef menn huga ekki að eignarhaldi útlendinga á jörðum og þeim auðlindum sem þeim fylgja. Það væri synd ef sofandaháttur stjórnmálamanna eða ótti yrði þess valdandi að eftir nokkur ár vöknuðu þeir fullir af eftirsjá.“
Í huga Viðars er það ekki bara jörðin sjálf sem veldur honum áhyggjum. Í huga hans, sem og eflaust margra samflokksmanna, áhyggjur af mörgu öðru. Ekki síst lýðheilsu:
„Íslenski landbúnaðurinn, hið mikilvæga hryggjarstykki þjóðarinnar, sem framleiðir einstök matvæli, er vanmetin auðlind. Sýklalyfjaónæmar bakteríur drápu um 33 þúsund manns innan Evrópska efnahagssvæðisins á árinu 2015, sbr. upplýsingar í nýlegri rannsókn sem unnin var fyrir evrópsku smitsjúkdómastofnunina. Til samanburðar létust um átta þúsund af völdum ópíóíða á sama svæði á síðasta ári.“
Grein Viðars er til muna lengri. Stytting greinarinnar og fyrirsögnin eru á ábyrgð Miðjunnar.