Eina leið Einars til að tryggja stöðu Framsóknar er að slíta samstarfinu við Dag. Annars fer fyrir honum eins og manninum sem lofaði að ekki yrði sótt um inngöngu ESB á sinni vakt og uppskar fyrir það stærsta kosningasigur VG. Hann sveik loforðið strax eftir kosningar eða var jafnvel kominn upp í til Jóhönnu fyrir kosningar. Allir vita hvernig það endaði og hver staða VG er í dag. Til þess eru vítin að varast þau.
Þannig skrifar Sigurður Oddsson í Mogga dagsins.