- Advertisement -

Fer Birgir í málþóf við næsta orkupakka?

Birgir Þórarinsson, nú þingaður Sjálfstæðisflokks, var jafnvel manna duglegastur í andmælum við þriðja orkupakkann. Kannski leita ég eftir ummælum hans og birti. Sjáum til.

Birgir hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, orkupakkaflokkinn sjálfan. Þessi stjórnmál.

Birgir fer ekki með friði úr fámennum einkaflokki Sigmundar Davíðs. Lýsir mögnuðum vinnubrögðum. Í hinn hnignandi Mogga skrifar Birgir:

„Þegar und­ir­bún­ing­ur hófst fyr­ir alþing­is­kosn­ing­ar taldi ég að þessu væri lokið. Ég var full­ur til­hlökk­un­ar og sann­færður um að við gengj­um öll sam­einuð til öfl­ugr­ar kosn­inga­bar­áttu. Fljótt varð ljóst að svo var ekki. Við upp­röðun á fram­boðslista hófst skipu­lögð aðför gegn mér af hálfu áhrifa­fólks inn­an flokks­ins. Mikið var á sig lagt, liðsauki kallaður til, nýj­ar regl­ur sett­ar og ýms­um brögðum beitt til að koma í veg fyr­ir að ég yrði odd­viti í Suður­kjör­dæmi. Þeirri stöðu hef ég gegnt síðustu fjög­ur ár, hlotið næst­bestu kosn­ingu flokks­ins á landsvísu og viðhaldið styrk­leika í kjör­dæm­inu allt kjör­tíma­bilið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þeir sem unnu af heil­ind­um við að velja sig­ur­strang­leg­asta fram­boðslist­ann urðu fyr­ir aðkasti þegar fyr­ir lá að ég yrði áfram odd­viti. Þetta hélt áfram allt fram á síðustu metra kosn­inga­bar­átt­unn­ar. Fimm dög­um fyr­ir kjör­dag, þegar við fram­bjóðend­ur Suður­kjör­dæm­is höfðum unnið vik­um sam­an að því að afla flokkn­um fylg­is, reyndu lyk­il­menn inn­an flokks­ins að draga úr trú­verðug­leika fram­boðsins. Voru það kald­ar bar­áttu­kveðjur og særðu okk­ur mjög.

Ég hef sinnt þing­störf­un­um und­ir merkj­um Miðflokks­ins af sam­visku­semi, borið hit­ann og þung­ann af fjár­má­laum­ræðu flokks­ins í þing­inu og sett á odd­inn mál­efni sem hafa laðað fólk að Miðflokkn­um. Mál­efni sem hafa verið van­rækt í umræðunni en skipta okk­ur máli sem þjóð. Ég taldi mig ein­fald­lega ekki eiga þessa aðför skilið.

Formaður Miðflokks­fé­lags­ins í Suður­kjör­dæmi, sem jafn­framt gegndi stöðu for­manns upp­still­ing­ar­nefnd­ar í kjör­dæm­inu, sinnti sín­um störf­um af dreng­skap og rétt­sýni, með hags­muni flokks­ins að leiðarljósi. Að hon­um var sótt og störf hans gerð tor­tryggi­leg.

Miðflokk­ur­inn beið af­hroð í kosn­ing­un­um og er í erfiðri stöðu. Margt fór úr­skeiðis í kosn­inga­bar­átt­unni og í aðdrag­anda henn­ar. Mikið upp­bygg­ing­ar­starf bíður for­yst­unn­ar og flokks­manna, en end­ur­reisn­in mun aldrei tak­ast nema full samstaða og traust ríki milli manna. Ljóst má vera að slíkt traust rík­ir ekki í minn garð eins og ég hef rakið. Það er full­reynt. Einnig skal það sagt að flokks­for­yst­an hef­ur rofið traust mitt til henn­ar.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: