- Advertisement -

Fengu ráðherrar innherjaupplýsingar?

Björn Valur spyr hvort Bjarni hafi kallað eftir upplýsingum frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar um hugsanlega fjárhagslega hagsmuni þeirra og tengdra aðila vegna nýlegs samkomulags við eigendur aflandskróna og síðustu breytinga á reglum um fjármagnsflutninga.

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á Alþingi mikla hagsmuni vera í húfi við afnám hafta, að um þau giltu innherjareglur og mikilvægt væri að allir markaðsaðilar sætu við sama borð.

Björn Valur Gíslason, varaþingmaður VG og varaformaður síns flokks, hefur vegna þessara orða lagt fram fyrirspurn á Alþingi. Í greinagerð með henni segir hann: „Í ríkisstjórninni eiga nú sæti nokkrir ráðherrar sem haft hafa mikil tengsl í atvinnu- og viðskiptalífinu. Sumir þeirra komu á vettvang stjórnmálanna, og skömmu síðar í ráðherraembætti, beint úr störfum fyrir hagsmunaaðila og aðrir rakleitt frá því að vera virkir aðilar og stjórnendur í fjármála- og viðskiptalífinu.“

Hafið yfir allan vafa

Þú gætir haft áhuga á þessum

Björn Valur segir að nýlegar ráðstafanir í gjaldeyrismálum geti varðað miklu, fyrir ýmsar greinar atvinnustarfsemi og viðskipta. „Mikilvægt er að hafið sé yfir allan vafa að ráðherrar og aðilar þeim tengdir hafi ekki haft hagsmuni af slíkum ákvörðunum umfram almenning og þær kringumstæður sem að framan var lýst krefjast þess að um það sé spurt.“

Þurfa ráðherrar að upplýsa

Til Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra beinir Björn Valur þremur spurningum, vegna þess sem getið er hér að ofan. Hann spyr hvort Bjarni hafi kallað eftir upplýsingum frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar um hugsanlega fjárhagslega hagsmuni þeirra og tengdra aðila vegna nýlegs samkomulags við eigendur aflandskróna og síðustu breytinga á reglum um fjármagnsflutninga.

Og eins hvort einhverjir ráðherrar hafi upplýst innan ríkisstjórnar um fjárhagslega hagsmuni sína eða tengdra aðila vegna síðustu breytinga á reglum um fjármagnsflutninga. Og að lokum spyr Björn Valur Bjarna hvort hann sjái ástæðu til að kalla eftir frekari upplýsingum frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar um hugsanlegra fjárhagslegra hagsmuna.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur spurningarnar frá Birni Vali og svarar væntanlega innan skamms.

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: