- Advertisement -

Fengu fjóra þingmenn gefins

Björn Leví Gunnarsson skrifar:

Land tækifæranna (fyrir suma) völdu aðeins færri en áður, samt gæti sá flokkur fengið auka þingmann út af óskiljanlegum ástæðum.

Miðað við tölurnar núna, ef atkvæðavægi væri jafnt væru Framsókn og Sjallar að fá tveimur færri þingmenn hvor. Samtals fá þessir flokkar fjóra þingmenn gefins út af lélegu kosningakerfi.

Ætli það verði lagað á kjörtímabilinu? Ég leyfi mér að efast um það.

Fyrir utan það eru þetta áhugaverðar niðurstöður, kjósendur Miðflokksins fara aftur heim í fjós, aftur heim í hlýjuna. Kjósendur vilja greinilega ekki takast á við loftslagsmálin eða byggja upp Ísland framtíðarinnar, bara fleiri vegi og göng (sem er alveg nauðsynlegt líka).

Land tækifæranna (fyrir suma) völdu aðeins færri en áður, samt gæti sá flokkur fengið auka þingmann út af óskiljanlegum ástæðum.

Kjósendur völdu líka fólkið fyrst, sem er gott.

Ég verð auðvitað að viðurkenna að það voru vonbrigði að ná ekki kjörfylgi en miðað við aðstæður (fjölgun flokka með svipuð markmið) þá er þetta nokkuð ásættanlegt.

Staðan virðist þá vera þannig að Framsókn ræður – frá miðju. Hvort þau haldi áfram hægra samstarfi sínu eða ekki veltur á því hver vill verða þriðja hjólið. VG er auðvitað augljós kostur þar sem hluti af sitjandi stjórn – en það var líka sagt að málefnin ráða (ekki að ég trúi því … ég er aðeins sjóaðri í pólitík en það).

Ef við erum þá að horfa upp á óbreytta stjórn þá mun komandi kjörtímabil upplýsa ansi mikið um stefnu ríkisstjórnarflokkanna. Þau verða ekki með eins auðveld mál til meðferðar né heimsfaraldur til þess að fresta stórum málum.

Píratar munu áfram berjast fyrir meira lýðræði, gagnsæi og réttlæti. Kosningakerfið sýnir að það er þörf á slíkri baráttu á þingi.

Greinin birtist á Facebooksíðu Björns.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: