Stjórnsýsla
Valdimar Ingi Gunnarsson sjávarútvegsfræðingur skrifar í Mogga dagsins um þá sterku stöðu sem norsk fyrirtæki hafa náð í fiskeldi hér á landi.
Mælt er með að fólk lesi grein Valdimars Inga. Lokakaflinn segir mikið um afleik íslenskra stjórnvalda sem virðast hafa spilað frá sér ótrúlegum verðmætum. Í hendur stórra norskra fyrirtækja.
„Arnarlax, Arctic Fish og Ice Fish Farm eru komin með sterka eiginfjárstöðu með því að hafa farið með félögin á erlendan hlutabréfamarkað og gert eldisleyfin að u.þ.b. 100 milljarða króna verðmætum. Fyrir auðlindina íslenskir firðir hafa félögin lítið sem ekkert greitt. Íslensku sjókvíaeldisfyrirtækin og mögulega ný íslensk félög hafa litla möguleika á að keppa við laxeldisfyrirtækin þrjú sem eru í meirihlutaeigu erlendra fjárfesta/sjóða,“ þannig endar Valdimar Ingi grein sína.