- Advertisement -

Fengu 100 milljarða verðmæti fyrir lítið

Stjórnsýsla Valdimar Ingi Gunnarsson sjávarútvegsfræðingur skrifar í Mogga dagsins um þá sterku stöðu sem norsk fyrirtæki hafa náð í fiskeldi hér á landi.

Mælt er með að fólk lesi grein Valdimars Inga. Lokakaflinn segir mikið um afleik íslenskra stjórnvalda sem virðast hafa spilað frá sér ótrúlegum verðmætum. Í hendur stórra norskra fyrirtækja.

„Arn­ar­lax, Arctic Fish og Ice Fish Farm eru kom­in með sterka eig­in­fjár­stöðu með því að hafa farið með fé­lög­in á er­lend­an hluta­bréfa­markað og gert eld­is­leyf­in að u.þ.b. 100 millj­arða króna verðmæt­um. Fyr­ir auðlind­ina ís­lensk­ir firðir hafa fé­lög­in lítið sem ekk­ert greitt. Íslensku sjókvía­eld­is­fyr­ir­tæk­in og mögu­lega ný ís­lensk fé­lög hafa litla mögu­leika á að keppa við lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in þrjú sem eru í meiri­hluta­eigu er­lendra fjárfesta/​sjóða,“ þannig endar Valdimar Ingi grein sína.


Auglýsing