Fréttir

Femínismi og kynþáttafordómar og múslimahatur fer ekki saman

By Miðjan

June 21, 2014

Stjórnmál „Einsog framboð Framsóknarflokksins í Reykjavík, spilaðist fyrir þessar kosningar, þá getur það ekki verið beinlínis. Vegna þess að femínismi og kynþáttafordómar og múslimahatur getur ekki farið saman. Það er útilokað. Ég heyrðileiðtoga listans segja þetta hafa snúist um skipulagsmál, þetta útspil hennar, en þetta er ekki þannig. Þetta er ekki skipulagsmál og svona framsetning getur aldrei verið skipulagsmál,“ sagði Steinunn Stefánsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu. Þá var hún spurð hvort Kvenréttindafélagið styðji Framsóknarflokkinn í Reykjavík, í ljósi þess að konur skipuðu öll efstu sæti listans.

Steinunn var spurð hvort gagnrýni, sem Framsóknarflokkurinn hefur sætt, sé tilkomin, meðal annars, vegna þess hversu konur eru framarlega, frekar en vegna annarra hluta.

„Ég tek ekki undir það. Kannski einhverjar konur í Kvenréttindafélaginu gera það. Ég geri það ekki persónulega.“