- Advertisement -

Fellur á glansmynd Sigmundar Davíðs

…kastar enda smá for á nýfægðan gljáa…

„Sigmundur Davíð Gunnlaugsson brást ókvæða við í dag þegar Katrín Jakobsdóttir rifjaði upp áhuga hans á árum áður á lagningu sæstrengs,“ skrifaði Kolbeinn Óttarsson Proppe í gærkvöldi.

„Málið er Sigmundi greinilega viðkvæmt, kastar enda smá for á nýfægðan gljáa sem hann hefur á sig brugðið í málefnum tengdum orkuauðlindum landsins. Það er kannski ekki skrýtið að formaður Miðflokksins vilji ekki rifja upp að hann stóð eitt sinn að því, ásamt David Cameron, að stofna það sem fékk heitið UK – Iceland Energy Task Force. Heitið eitt minnir á bernskubrek sem maður vill kannski síður rifja upp. Skýrsla starfshópsins er hins vegar áhugaverðasta lesning og það er sama hvað Sigmundur Davíð kallar hátt fram í og sver af sér fortíðina, það breytir því ekki að svona var þetta, eins og lesa má í skýrslunni:

„Þann 28. október 2015 átti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tvíhliða fund með David Cameron forsætisráðherra Bretlands. Á fundinum var ákveðið að setja á laggirnar vinnuhóp til að kanna mögulega tengingu landanna í gegnum raforkusæstreng.“

Andstaða Sigmundar Davíðs nú við þriðja orkupakkann breytir ekki neinu um það hvað hann gerði sem forsætisráðherra, hversu illa sem það fellur að glansmyndinni sem hann vill mála af sjálfum sér.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: