- Advertisement -

Féllu fyrir uppgerðargagnrýni Sjálfstæðisflokksins

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Nú þegar Stefán Eiríksson er orðinn útvarpsstjóri má gera ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn muni halda þessu embætti í fimm til tíu ár til viðbótar, og halda áfram að mylja hana undir sér. Enn einu sinni færa aðrir flokkar þessum flokki fullkominna minnihlutaskoðana (80% af þjóðinni er ósammála Sjálfstæðisflokknum í öllum málum) nánast drottnandi vald í samfélagi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt útvarpsstjórann síðan 1985, í 35 ár. Og nú bætast við 5-10 ár. Fulltrúar annarra flokka í útvarpsráðin féllu fyrir uppgerðargagnrýni Sjálfstæðisflokksins á RÚV, og töldu sig vera að kaupa frið við þennan flokk (sem þekkir aðeins einn frið, að fólk falli fram og tilbiðji hann). Og þau rúðu þessari gagnrýni. Þótt það sé Sjálfstæðisflokksfólk sem stjórnar öllum þáttum samfélagsumræðunnar í Ríkissjónvarpinu. Samt trúa aðrir flokkar að Sjálfstæðisflokknum sé voða illa við RÚV. Svo féllu þau líka fyrir sama trixi og notað er til að fá börn til að borða kartöflur, hvort viltu fá þessa (stór kartafla) eða þessa (miðlungs kartafla)? Hvort viljið þið Svanhildi Hólm eða Stebba? Stebba! hrópuðu hin hugumhryggu og gengu frá borði og sigurreif. Sjálfstæðisflokksfólkið hló hins vegar alla leiðina upp í Valhöll.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: