- Advertisement -

FELLDI MAX WOW?

Þetta ýtti líklega undir óþolinmæði leigusalana.

Hallgrímur Óskarsson skrifar:


WOW var komið langt með bráðabirgðalausn á sínum málum, skuldabréfaeigendur ætluðu að breyta skuldum í hlutafé. En svo voru eigendur flugvélanna sem WOW leigði (ALC og Jin Shan) áfjáðir í að nýta sér ákvæði og falla frá samningi, einkum af því að þeim bauðst að leigja á tvö- til fjórfallt hærra verði til flugfélaga sem höfðu misst MAX vélar og þurftu í hvelli að fá nýjar vélar.

Allt í einu voru Airbus A320 og A321 vélarnar eftirsóttasta varan á „lease“-mörkuðum þar sem leiguverð þessara véla margfaldaðist, strax eftir flugslysin í Eþíóp­íu og Indó­nes­íu þar sem alls fór­ust 346 manns. Eftirspurnin færðist því frá MAX-8 vélunum yfir á A32X vélarnar á örfáum dögum. Þetta ýtti líklega undir óþolinmæði leigusalana sem innkölluðu vélarnar vegna vandræðanna með MAX vélar Boeing.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fengið af Facebooksíðu Hallgríms.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: