Félagslegar íbúðir ekki það brýnasta
- að mati Sjálfstæðisflokksins í borginni. Meirihlutafólkið er ekki sama sinnis. Kaupa á 700 hundruðir íbúðir á árinu, sem fara eiga í félagslega notkun.
„Þó mikilvægt sé að bregðast við neyðarástandi í húsnæðismálum með neyðarúrræðum er enn brýnna að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði,“ segir í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Í fyrra keypti borgin 75 íbúðir, „…fyrir fólk sem bíður eftir að fá úthlutað félagslegu húsnæði,“ segja hins vegar meirihlutafulltrúarnir.
Þeir segja: „Þjónustu við börn og barnafjölskyldur var forgangsraðað og miðað við að bráðabirgðahúsnæðið væri í sama hverfi og fyrirséð er að úthlutað verður. Fimmtíu af þessum íbúðum eru þegar komnar í fulla notkun og 25 munu bætast við á næstu mánuðum.“
Staðan er sögð vera sú að 72 prósent þeirra einstaklinga sem bíða eftir félagslegu húsnæði séu einstæðingar og þörf á litlum íbúðum er því mikil. „Við því er verið að bregðast. Áætlun er um að Félagsbústaðir kaupi 124 íbúðaeiningar árið 2018 og alls tæplega 700 á kjörtímabilinu.“
Að auki var samþykkt að kaupa 25 litlar íbúðir, ætlaðar þessu fólki.
Einsog sagði í upphafi fréttarinnar eru Sjálfstæðismenn ekki sama sinnis og meirihlutinn, og skal engann undra. Sjálfstæðismenn hafa meiri áhyggjur af almenna húsnæðismarkaðnum en þeim félagslega. „Leiguverð hefur tvöfaldast á stuttum tíma enda hefur fjölgun almennra íbúða verið alltof lítil í Reykjavík. Há gjöld borgarinnar vega þungt auk þess sem áhersla hefur verið um of á dýrar íbúðir og stórar,“ segja þeir.