- Advertisement -

Fékk Sigurður Ingi ekki að vera með?

Ríkisstjórnin fékk að vita en samgönguráðherrann vissi ekki neitt.

„Þú og ríkisstjórnin voruð upplýst um gang mála um helgina,“ sagði Sigríður Hagalín Björnsdóttir, stjórnandi Kastljóss, í upphafi viðtals hennar við Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur ferðamálaráðherra, í gærkvöld.

Þá var verið að ræða samruna flugfélaganna, eða kannski er réttara að segja yfirtöku Icelandair á WOWair.

Þórdís Kolbrún hvorki jánkaði né neitaði að svo hefði verið. Sem ber að túlka sem heimildir Sigríðar hafi verið hárréttar.

Í sjónvarpsfréttum RÚV, skömmu áður, talaði Sigríður Dögg Auðunsdóttir fréttamaður við samgönguráðherrann Sigurð Inga Jóhannsson. Þar sagðist samgönguráðherra hafa fyrst frétt af samruna flugfélaganna þá um morguninn. Það er eftir að samráðherrar hans höfðu fylgst með gangi mála.

Á vef RÚV má lesa:

Sigurður Ingi frétti af kaupunum í morgun. „Þetta gerist nokkuð brátt og auðvitað bara fyrirtæki á markaðnum sem er að leitast við að styrkja sína stöðu í þessu alþjóðlega samkeppnisumhverfi sem við þekkjum að er erfitt. Það hefur bæði reynst íslensku félögunum erfitt en ekki síður félögum úti í heimi.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: