- Advertisement -

Fékk fjóra framhaldsskóla frítt

- Tækniskólinn hefur fengið fjóra opinbera framhaldsskóla til rekstrar. Ríkið hefur hvorki fengið peninga fyrir né eignarhlut í skólanum.

 

Fékk fjóra opinbera skóla, án endurgjalds.

Tækniskólinn er í raun safn nokkurra framhaldsskóla, Tækniskólinn, sem er í einkaeign, hefur fengið undir sinn hatt Iðnsólann í Reykjavík, Iðnskólann í Hafnarfirði, Stýrimannaskólann og Vélskóla Íslands. Alla án þess að þurfa að greiða fyrir þá.

„Engar greiðslur hafa átt sér stað frá Tækniskólanum fyrir skólana,“ segir í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í svarinu segir að ríkið sé eigandi og verði eigandi allra þeirra eigna sem Tækniskólinn hefur tekið við ásamt þeim tækjum og tólum sem bætast við á rekstrartíma Tækniskólans. „Við endanleg lok þjónustusamningsins tekur ríkið við skólunum með öllum eignum sem verða fyrir hendi, hafa verið endurnýjaðar og eða verið aflað af Tækniskólanum, sbr. ákvæði þar um í samningi aðila.“

Svandís spurði hvert virði eignanna sé. Ráðherra segir engar eignir hafa runnið til Tækniskólans. „Ríkissjóður er eigandi eignanna og Tækniskólinn rekstraraðili. Tækniskólinn greiðir leigu fyrir húsnæði skólanna sem er í eigu ríkisins og/eða annarra með sama hætti og aðrir framhaldsskólar.“

Fékk ríkið þá eignarhlut í Tækniskólanum?

„Nei, íslenska ríkið hefur ekki fengið eignarhlut í Tækniskólanum/Fjöltækniskólanum, enda hafa umræddir opinberir framhaldsskólar ekki verið „einkavæddir“, sbr. svar við 2. tölul. fyrirspurnarinnar.“

En hvað verður verði Tækniskólinn tekur yfir Fjölbrautarskólann við Ármúla?

Ráðherra segir enga ákvörðun hafa verið tekna um sameiningu skólanna.

Áður birt á Miðjunni 2. júní s.l.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: