Stjórnsýsla Starfsmönnum Alþingis láðist að boða Katrínu Jakobsdóttur á fund með Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra NATO á miðvikudag. Morgunblaðið greinir frá. Sama gilti um Árna Þór Sigurðsson, fulltrúa flokksins í utanríkismálanefnd, vegna fundar nefndarinnar með Anders Fogh Rasmussen.