Samfélag Anna María Einarsdóttir skrifar eftirfarandi á Faebook: „Í næsta mánuði er komið að því að greiða af námslánunum. Ég tók 4,5 miljónir í námslán. Hef greitt 1,7 milljón af láninu en skulda samt sem áður 7,6 milljónir!
Ég stundaði háskólanám í Danmörku og man eftir því þegar Danirnir sögðu okkur Íslendingunum frá SU námstyrkjum sem þeir fengu.
Ég mátti því til með að fletta upp á síðu SU og skoða dæmið nánar.
Meðfylgjandi eru dæmi um námslán á Íslandi annars vegar og hinsvegar dæmi um námsstyrk og – lán í Danmörku.
Námsmaður á Íslandi getur sótt um námslán þegar hann er í háskóla og hefur náð 20 ára aldri. Vextir í dag eru 1% en þó heimilt í lögum nr.21/1992 að vextir séu allt að 3%. Lánið er verðtryggt.
Námsmaður í Danmörku getur sótt um námsstyrk (SU) þegar hann er í framhaldsnámi (menntaskóla) og hefur náð 18 ára aldri. Þarf ekki að greiða til baka styrk.
Einnig getur námsmaður í Danmörku sótt um námslán ef hann er með styrk fyrir. Vextir af námslánum er 4% og óverðtryggt.“