- Advertisement -

Fegin að vera laus við Karl Gauta og Ólaf

- Inga segir þá hafa áður fundað með Miðflokksfólkinu. Inga fann fyrir reiði, undrun og sorg.

Á leiðarasíðu Fréttablaðsins skrifar Þórarinn Þórarinsson blaðamaður:

„Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gerði upp við Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson í hispurslausu viðtali við Arnþrúði Karlsdóttur á Útvarpi Sögu. Þar sagði hún að andrúmsloftið hefði verið orðið „einkennilegt“ áður og fáum dulist að góður vinskapur væri milli hennar manna og Miðflokksins. Samdrykkja þeirra á Klaustri væri „ekki nýlunda“ og hleraði fundurinn ekki þeirra fyrsti. Þeir hefðu þannig gert sig seka um svik við málstaðinn, Flokk fólksins og formanninn „með því að sitja að sumbli með pólitískum andstæðingum“ og taka þegjandi við „öllum þeim viðbjóði“ sem um hana var sagður. „Og jafnvel bæta um betur.“

Inga sagði þá félaga ekki hafa verið rekna úr flokknum í neinni fljótfærni og að hún væri fegin að vera laus við þá. Grasrótin í flokknum stæði þétt að baki henni og samkenndin væri mikil, ekki síst frá yndislegu samstarfsfólki á þingi. Hún sagðist jafnframt hafa farið í gegnum allan „tilfinningaskalann“ eftir að málið kom upp og fundið fyrir vonbrigðum, reiði, undrun og sorg. Þá fylgdi sögunni að þeir Ólafur og Karl Gauti hefðu enn ekki beðið hana afsökunar persónulega þótt Ólafur hafi komið fram opinberlega og sagst finnast þetta allt saman miður.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: