Ragnar Önundarson skrifar aldeilis fína grein í Mogga dagsins. Hér er fínn kafli úr grein Ragnars:
„Það eru ekki alvöru fjárfestar sem vilja rífa auð sem aðrir hafa skapað í sig. Það eru ekki heldur verðugir stjórnmálamenn sem vilja ganga á langtímaeignir almennings og nota andvirðið til að greiða skammtímaskuldir, sem þeir hafa komið opinberum sjóðum í, sem þeim hefur verið trúað fyrir. Reynslan sýnir að miklar freistingar geta verið fólgnar í slíkum ráðstöfunum. Með skammsýni og auðsveipni við erlent vald stefnir í að þeirri sérstöðu landsins verði fórnað, að hér sé ódýr raforka, ef svo fer fram sem horfir. ESB hefur ákveðið að öll raforka skuli boðin upp á markaði. Augljóst er að við eigum að leita undanþágu, þar sem landið er ótengt evrópskum raforkumarkaði. Mbl. fór silkihönskum um málið í grein í miðopnu 15. febrúar sl.“