Stjórnmál

Fáum við að sjá útreikningana

By Miðjan

April 14, 2018

„Hvaða aðferð við útreikning á greiðslum af verðtryggðum lánasamningum er beitt í fjármálastofnunum í ríkiseigu eins og Íbúðalánasjóði, Íslandsbanka og Landsbanka Íslands?“

Þannig hljómar fyrri spurningin frá Ólafi Ísleifssyni, Flokki fólksins, um nokkuð sem fæst okkar vissu kannski að væri leyndarmál.

Ólafur vill vita hvort Bjarni Benediktsson fjármála hafi hug á að gera eitthvað í málinu: „Hyggst ráðherra hafa forgöngu um að birtar verði opinberlega þær reikniaðferðir og formúlur sem lög heimila við útreikning á greiðslum af verðtryggðum lánum?“