- Advertisement -

Fáum ekki að vita hverjir græddu 50 milljarða á fjárfestingarleiðinni

Fáum ekki að vita hverjir fengu 50 milljarða í fjárfestingarleið Seðlabankans

„Ég spyr ráðherra líka í ljósi þess að það er talið, ég vitna hérna í grein í Kjarnanum frá því 26. desember sl., að virðisaukningin sem fjárfestingarleiðin færði eigendum gjaldeyrisins í íslenskum krónum hafi numið nærri 49 milljörðum kr. Ég spyr hæstvirtan ráðherra um viðhorf hans til þess að þannig hafi verið búið um hnúta að ekki sé hægt að greina frá því hverjir það voru sem nutu þessara vildarkjara og nutu þess ávinnings sem þarna er metinn hátt í 50 milljarðar króna.“

Ákvæði um þagnarskyldu er notað til að birta ekki lista yfir hverjir og fyrir hversu mikið tóku þátt í fjárfestingarleið Seðlabankans. En vill Bjarni Benediktsson varpa ljósi á málið?

„Mitt viðhorf til þess að það þurfi að gæta að reglum um þau efni er að mér finnst það eðlilegt í sjálfu sér, en mér finnst það óheppilegt. Mér finnst það óheppilegt að þetta sé ekki betur fyrir opnum dyrum, svipað og við værum almennt með útboð á vegum hins opinbera um kaup á opinberri þjónustu eða einhverjum vörum eða öðru, það væri langheppilegast og þá gildir almennt sú regla að það er opinbert hverjir taka þátt í útboði. Þarna er í sjálfu sér með ákveðnum hætti verið að halda útboð en við verðum samt sem áður að virða leikreglurnar sem lagt var af stað með.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: