- Advertisement -

Fauk í Dag borgarstjóra

Dagur 5SAMFÉLAG „Ég skipti ekki oft skapi en viðurkenni það fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt í morgun. Svona gerir maður ekki,“ skrifar borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson.

Hann er ekki einn um að hafa undrast hversu stjórnendur Fellaskóla voru ósveigjanlegir. „Það hefur verið skýr sýn og stefna borgarinnar að engum sé vísað úr matarröðinni, hvorki vegna efnahags né annarra ástæðna. Þetta hefur líka ítrekað komið fram í upplýsingum úr skólunum að þannig sé á málum haldið. Ég tek þetta sérstaklega nærri mér því Fellaskóli hefur verið í stórsókn undanfarin ár og ég er mjög stoltur af því starfi og árangri sem starfsfólk og stjórnendur, nemendur og fjölskyldur þeirra hafa skilað. Við eigum að skapa samfélag fyrir alla og þar sem allir eru með. Það er sérstaklega mikilvægt í skólunum. Ef þetta er vafamál í einhvers huga þá eigum við að hnykkja á því. Ég óskaði í í morgun eftir formlega eftir skýringum á þessum fréttum frá Skóla- og frístundasviði.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: