Gunnar Smári skrifar:
Stjórnmála- og fréttafólk virðist ekki skilja hugtakið höfrungahlaup. Hækkun til hinna lægst launuðu startar ekki höfrungahlaupi heldur hækkanir til fólks sem er með hærri laun. Ef laun til hinna lægst launuðu hækka gerist ekkert. Það er ekki fyrr en hin betur settu nota bogið bak hinna verst settu til að hoppa hærra að höfrungahlaupið hefst. Það er algjörlega ómögulegt að kenna hinum lægst launuðu um það. Í guðsbænum hættið því að saka hin lægst launuðu, fólk sem fær svo lág laun að þau duga ekki fyrir framfærslu, um að reyna að hækka laun hinna betur settu. Það er galin ásökun.
Þú gætir haft áhuga á þessum