Gunnar Smári skrifar:
Ég var spurður hvort Sósíalistar væru að eigna sér slagorð Ingu Sæland, útrýmum fátækt. Svo er ekki, enda baráttan gegn fátækt miklu eldri en Inga, eldri en kapítalisminn meira að segja. Þetta slagorð, Útrýmum fátækt, var til dæmis notað í kosningabaráttu Alþýðubandalagsins, áður en nýfrjálshyggjan þynnti út erindi þess flokks og lét hann og arftaka hans taka upp einhverja allt aðra stefnu en kröfur alþýðunnar um réttlæti og jöfnuð. Sjáið þessar kröfur, hvers vegna virka þær róttækar í dag 35 árum síðar? Hvað kom eiginlega fyrir vinstrihreyfinguna á Íslandi?