Fátæktargildra millistéttarinnar
Skattleysismörk ákveðin af nánös duga engan veginn til að skapa einstaklingum það svigrúm…
Stórkaupmaðurinn, Jóhann J. Ólafsson, skrifar aftur grein í Moggann.
„Meiri eignajöfnuður í þjóðfélaginu gæti verið þáttur í að milda afleiðingar fjórðu iðnbyltingarinnar og gefa fólki meira svigrúm og tíma til þess að bregðast við,“ segir meðal annars í grein Jóhanns.
Síðar í greininni er þetta að finna:
„Ein helsta ástæða fátæktargildru millistéttarinnar er sú staðreynd að hún fær ekki að draga neinn kostnað frá tekjuskatti og fjármagnstekjuskatti, svo sem vaxtakostnað, viðhald, læknisþjónustu, menntunarkostnað og ýmsan kostnað sem leiðir til betri efnahags og framfara. Skattleysismörk ákveðin af nánös duga engan veginn til að skapa einstaklingum það svigrúm og frelsi sem hann á rétt á til að þroskast og efnast. Auk þess er skattheimta sífellt meir að færast yfir í flata, beina og ósýnilega skatta. Var einhver að tala um gagnsæi?“