- Advertisement -

Fátækt útbreiddari hér en á hinum Norðurlöndunum

6,5 prósent öryrkja fá lífeyri frá Tryggingastofnun óskertan af öllum tekjum og 5,6 prósent eldri borgara. Þetta þýðir að 95 prósent eru skertir.

„Nýleg Eurostat-könnun sýnir að 6 prósent Íslendinga geta ekki greitt veitureikninga sína á réttum tíma. Þetta eru yfir 20.000 manns. Þarna eru undir reikningar fyrir vatni, hitaveitu, rafmagni o.s.frv. Þá ber okkur að spyrja: Ef þeir geta ekki borgað þessa reikninga, hvaða aðra reikninga geta þeir ekki borgað? Og við þurfum líka að spyrja okkur og það þarf að kanna það: Getur þetta fólk staðið í skilum með húsaleigu, keypt sér mat og aðrar nauðsynjar, bæði fyrir sig og börnin? Í þessari könnun kemur fram að Svíar standa margfalt betur en við, þar er þetta 2,2 prósent. Tveir þriðju fleiri á Íslandi eru í þessum hópi en hjá Svíum. Hjá Norðmönnum er það helmingur, 2,7 prósent. Þetta sýnir að fátækt er útbreiddari hér á landi en á hinum Norðurlöndunum,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, á Alþingi í dag.

„6,5 prósent öryrkja fá lífeyri frá Tryggingastofnun óskertan af öllum tekjum og 5,6 prósent eldri borgara. Þetta þýðir að 95 prósent eru skertir. Þetta eru gífurlegar skerðingar því að árið 2015 voru þetta 36 milljarðar hjá eldri borgurum en 44 milljarðar 2019. Við erum að tala um að hjá öryrkjum hafa skerðingar aukist um 5,5 milljarða frá 2015–2019 og 7 milljarða hjá eldri borgurum. Samanlagt erum við að tala um 12,5 milljarða aukningu í skerðingum, aukningu á fátækt,“ sagði hann.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: