Vilhjálmur Bjarnason, Villi Bjarna, skrifar í Moggann. Í langri grein er einn kafli sem má staldra við: „Nú er helst talinn góður málstaður að nefna sig sósíalista og að berjast gegn fátækt. Ekki það að sósíalistar hafi greint fátækt betur og dýpra en aðrir.“
Þarna hefur Villi rétt fyrir. Svo mikið rétt. Öll vitum við, í öllu flokkum og hvar sem er, af fátæktinni.
Munurinn er kannski helstur sá að sósíalistar hafa miklar áhyggjur af fátæktinni. Öfugt við Sjálfstæðisflokkinn. Þar virðist viðhald fátæktar vera sérstakt takmark.
Þar skilur á milli. Sósíalistar vita af fátæktinni. Eins og allir aðrir. Þeir þola hana ekki og vilja umfram allt berjast gegn henni. Það er annað en Sjálfstæðisflokkurinn. Þar á bær virðist eitt helsta takmarkið að viðhalda henni og jafnvel auka.
Flokkur fólksins, flokkur Ingu Sæland, er á sömu nótum og sósíalistar hvað þetta varðar. Samt er margt sem aðskilur Flokk fólksins og Sósíalista.