- Advertisement -

Fátækt og vonleysi í boði stjórnvalda

„Þess­ir svo­kölluðu vald­haf­ar hafa hvorki visku né getu til að tak­ast á við þau verk­efni sem þau voru kjör­in til að sinna.“

Inga Sæland.

„Stjórn­leysi, trú­leysi og virðing­ar­leysi er það sem svíf­ur yfir vötn­un­um í dag,“ stendur í grein sem Inga Sæland skrifar í Mogga dagsins.

„Stjórn­völd láta sér á sama standa þótt fólk hafi hvorki í sig né á. Sama þótt fólk eigi ekki í nein hús að venda. Mál­in eru sett í nefnd. Með öðrum orðum, ábyrgðinni er fleygt út um glugg­ann. Þess­ir svo­kölluðu vald­haf­ar hafa hvorki visku né getu til að tak­ast á við þau verk­efni sem þau voru kjör­in til að sinna. Ég hlýt að draga þá álykt­un frem­ur en að halda að þess­ir ein­stak­ling­ar séu mann­vonsk­an holdi klædd. Eitt er þó al­veg víst að öll þessi yf­ir­gengi­lega fá­tækt, allt þetta von­leysi tugþúsunda Íslend­inga er í boði stjórn­valda. Það er nöt­ur­legt til þess að vita að Alþingi Íslend­inga, æðsta stofn­un þjóðar­inn­ar, skuli ekki sjá sóma sinn í því að rétta þeim hjálp­ar­hönd sem búa hér í sárri neyð, held­ur þvert á móti múra enn ramm­gerðari fá­tækt­ar­gildru um þá sem þau voru kjör­in til að vernda. Þetta er allt mann­anna verk!“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: