Fréttir

Fátækt og grátandi fólk neyðist til að láta bíla sína til að fá skilagjaldið

By Miðjan

December 15, 2020

„Það hefur færst í aukana síðustu vikur að fólk er að koma með bílinn til úrvinnslu því það vantar bara peninginn,“ segir Reynir Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vöku, í viðtali við Fréttablaðið í dag.

Eigandi fær 20 þúsund króna skilagjald á bíl. „Ég hef tekið á móti grátandi fólki,“ sagði Reynir Þór Guðmundsson.

Þetta er birtingarmynd af því sem er að gerast fyrir augunum á fólkinu sem sóttist eftir að stjórna landinu. Sjálft hækkar það endalaust í launum og á sama tíma er þetta ein birtingarmyndanna í samfélaginu.

Staðreyndin er sem sagt sú að fólk kemur grátandi á bílum sínum, afskráir til að fá tuttugu þúsund krónur og þar með peninga til að eiga að borða eða til að eiga fyrir lyfjum, eða bara hverju sem er.