Stjórnmál

Fátækt fólk hefur ekki efni á að heimsækja Fjölskyldu- og húsdýragarðinn

By Miðjan

May 18, 2023

„Fulltrúi Flokks fólksins óskaði upplýsinga um gestakomur í Húsdýragarðinn. Þakkað er fyrir svarið. Ekki kemur á óvart að gestakomur eru mun fleiri yfir sumartíma en vetrartíma. Yfir sumarið eru þær rúmlega 130 þúsund en frá september-desember 2022 eru þær tæplega 30 þúsund,“ bókaði Kolbrún Baldursdóttir Flokki fóksins.

„Fulltrúi Flokks fólksins veltir því upp hvað sé hægt að gera betur til að laða gesti að Fjölskyldu- og húsdýragarðinum yfir vetrartímann. Sem dæmi mætti skoða að hafa meiri  afþreyingu innandyra en margt annað kemur til greina. Um jól mætti  bjóða upp á jólaleg skemmtiatriði til að laða að. Einnig væri vert að kynna Fjölskyldu- og húsdýragarðinn betur t.d. fyrir nýjum Íslendingum. Einnig að bjóða upp á fleiri valmöguleika með aðgangseyri og afslátt á honum. Efnalítið fólk á oft ekki auka krónu til að leyfa sér að heimsækja Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Umfram allt þarf að stefna að því Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn verði fullur af fólki allt árið um kring.“