Salvör Nordal, umboðsmaður barna, sendi Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, bréf vegna að virðist óumflýjanlegs verkfalls í næstu viku. Bæjaryfirvöld í Kópavogi, Seltjarnarnesi, Garðabæ, Mosfellsbæ, Hveragerði og Ölfusi hafa ekki fengist til að gera samskonar samninga við láglaunafólk sinna sveitarfélaga, rétt eins og ríki og Reykjavíkurborg hafa gert.
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður:
„Samkvæmt barnasáttmálanum viðurkennir íslenska ríkið rétt hvers barns til lífsafkomu til að ná þroska á margvíslegum sviðum. Til að tryggja viðunandi aðstæður barna verða foreldri að búa við lífskjör sem gera þeim kleift að búa börnum sínum lífvænlegan þroska. Til að bæta kjör sín og barna sinna notfæra foreldrar þau mannréttindi sín að knýja fram bætt starfskjör sín og barna sinna. Þannig vinna foreldrar að markmiðum Barnasáttmálans með þátttöku í verkföllum.“