- Advertisement -

Fátækt fólk er skilið eftir í Reykjavík

…því er gert að reiða sig á hjálparstofnanir…

„Í kjölfar efnahagslegra og samfélagslegra afleiðinga kórónuveirunnar hafa borgaryfirvöld talað fyrir því að vaxa út úr vandanum þar sem enginn verði skilinn eftir. Staðan er sú að fátækt fólk er skilið eftir í þessari borg, því er gert að reiða sig á hjálparstofnanir ef tekjur þeirra, hvort sem þær eru tekjur vegna fjárhagsaðstoðar eða lágra tekna, duga ekki út mánuðinn,“ sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir á nýjasta fundi borgarstjórnar.

„Stuðningskerfi borgarinnar virka ekki þar sem umsóknir á biðlista um húsnæði hjá borginni telja 871, þar af eru 524 umsóknir um almennt félagslegt leiguhúsnæði, umsóknir um húsnæði fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir telja 72, umsóknir um þjónustuíbúðir fyrir aldraða eru 138 og umsóknir um húsnæði fyrir fólk með fötlun eru 137. Fulltrúi sósíalista lagði til að borgin myndi fela Félagsbústöðum að að fara í fjárfestingu til að útvega húsnæði fyrir fólk sem nú bíður eftir húsnæði hjá borginni. Biðlistar eftir húsnæði eru ekki nýir af nálinni hjá borginni og nauðsynlegt er að tryggja húsnæðisöryggi borgarbúa.

Til langs tíma þarf einnig að tryggja að borgin sé í stakk búin til að veita öfluga þjónustu og minnir fulltrúi sósíalista í því samhengi á tillögu um að leitast við að að hluti áfengisgjalds renni til sveitarfélaganna.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: