- Advertisement -

Fátækir settir í fjárhagslegt fangelsi


Yrðu sem sagt settir út á guð og gaddinn.

Guðmundur Ingi Kristinsson:
Þeir sem eru á félagslegum bótum, fái aldrei sínar leiðréttingar.
Mynd: ruv.is.

„Það er alveg undarlegt fyrirbæri að nú er búið að tryggja að þeir sem sátu eftir, eldri borgarar, öryrkjar, atvinnulausir, hluti láglaunafólks og þeir sem eru á félagslegum bótum, fái aldrei sínar leiðréttingar. Nú á bara að segja: Nú er rétt gefið. Hér eftir skulu allir fá þessar lögbundnu launaþróunarhækkanir.“ Það var Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, sem þannig talaði á Alþingi.

„Þetta er ákveðið fjárhagslegt ofbeldi gagnvart þeim sem síst skyldi,“ sagði þingmaðurinn og bætti við:


ef þið kyngið henni ekki fáið þið ekki neitt.

„Í Péturs Blöndals nefndinni þegar eldri borgarar fengu að afnema krónu á móti krónu skerðingu, þegar sérstaka uppbótin fór inn í þeirra grunnlífeyri, var reynt að þvinga öryrkja með ofbeldi til að kyngja því að ef þeir færu ekki nánast á bara hálfan lífeyri, yrðu sem sagt settir út á guð og gaddinn, fengju þeir ekki krónu á móti krónu skerðinguna afnumda. Það gildir enn þann dag í dag. Þó að það séu orðnir 65 aurar á móti krónu er ekki nema einn þriðji farinn. Það er ofbeldi af þessu tagi sem alltaf er verið að reyna að beita og það er líka búið að reyna að beita þessu í þeirri nefnd sem nú er að störfum. Króna á móti krónu skerðingin er alltaf gulrótin — ef þið kyngið henni ekki fáið þið ekki neitt.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: