- Advertisement -

Fátækir fjármagna húsnæðiskreppuna

Kostnaðurinn við húsnæðiskreppuna er því til staðar, lemur þau sem síst skyldi um hver mánaðamót og alla daga.

Gunnar Smári skrifar: Það kemur ekki fram í hugmyndum átakshóps forsætisráðherra hvernig fjármagna eigi uppbyggingu ódýrs húsnæði til að lina húsnæðiskreppuna sem grefur undan lífskjörum lágtekjufólks og fólks með lægri meðaltekjur. Í dag er húsnæðiskreppan fjármögnuð af þessum hópum; láglaunafólki, fátæku eftirlaunafólki og öryrkjum, ungu fólki og innflytjendum fyrst og fremst. Tug þúsundir borga 50, 100, 150 þúsund krónur meira í húsaleigu á mánuði en þau ráða við, eru húsnæðislaus, búa hjá ættingjum eða í heilsuspillandi húsnæði.

Kostnaðurinn við húsnæðiskreppuna er því til staðar, lemur þau sem síst skyldi um hver mánaðamót og alla daga. Aðgerðir í húsnæðismálum snúast um að létta þessum byrðum af fátækasta fólkinu og fjármagna þær með öðrum hætti; taka lán frá lífeyrissjóðum leggja til framlög úr opinberum sjóðum og hækka til þess skatta á allra ríkasta fólkinu, sem hefur komið sér undan því að leggja til samfélagsins (til dæmis með því að greiða ekki útsvar til sveitarfélaga af fjármagnstekjum).

Húsnæðiskreppan er því fjármögnuð í dag; hún er fjármögnuð af fátækasta fólkinu. Það stendur upp á okkur að svara því hvort við viljum viðhalda því ástandi; að þau beri þyngstu byrðarnar sem hafa lægstu tekjurnar eða hvort við viljum deila byrðunum af sinnuleysi stjórnvalda gagnvart húsnæðiskreppunni í kjölfar ferðamannasprengjunnar og fjölgun útlends verkafólks.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ljósmynd: Alex Holyoake.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: