- Advertisement -

Fátækir: „Fjárhagslegt einelti ríkisstjórnar“

…skelfingu, vannæringu, þunglyndi, kvíða, pirringi og óróa.

„Enn þurfa öryrkjar að sitja uppi með 65 aura á móti krónu skerðingu og það þrátt fyrir loforð fyrir síðustu kosningar um annað. Þrátt fyrir samþykki Alþingis er ekki komið fram frumvarp um lögfestingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um málefni fatlaðs fólks. Verðbólgan er komin á fulla ferð í boði ríkisstjórnarinnar og veldur því að þeir verst settu þurfa að herða sultarólina enn frekar,“ sagði hinn ötuli þingmaður Guðmundur Ingi Kristinsson.

„Matur, lyf og aðrar nauðsynjar hækka í verði ásamt húsaleigu. Að borga 220.000 kr. í húsaleigu og vera með 320.000 kr. útborgaðar sem einstætt foreldri á örorkubótum er ávísun á svelti, vonlausa stöðu fyrir viðkomandi og börn þeirra. Ríkisstjórnin hælir sér af því að aldrei hafi verið sett eins mikið fjármagn í almannatryggingakerfið og í hennar tíð. Er það rétt? Nei. Hún tekur ekki með í útreikninginn stóreignaskerðingar í kerfinu í boði hennar.“

Guðmundur Ingi nefnir einnig hinar miskunnarlausu skerðingar: „Tölum um skerðingar og keðjuverkandi skerðingar sem valda þeim, sem reyna af fremsta megni að tóra á ömurlegu kerfi almannatrygginga á Íslandi, skelfingu, vannæringu, þunglyndi, kvíða, pirringi og óróa. Hvað með börnin í þessum ömurlegu aðstæðum og afleiðingar á þau í nútíð og framtíð? Þetta er það sem ríkisstjórnin býður þeim upp á sem verst hafa það á Íslandi, að halda áfram að skerða atvinnutekjur, dánarbætur, mæðra- og feðralaun, sjúkrabætur, lífeyrissjóð, leigubætur, barnabætur, þannig að þeir verst settu séu ekki í fátækt heldur skildir eftir í sárafátækt. Það er ömurlegt. Og á sama tíma hafa þeir sem hafa óheftan aðgang að auðlindum þjóðarinnar aldrei grætt meira og vita ekki aura sinna tal.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Að lokum sagði hann: „Það er ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að fara að lögum. Í 69. gr. almannatrygginga segir skýrt að miða skuli við launaþróun, en vísitölu ef hún er betri og hagstæðari. Flokkur fólksins segir: Leiðréttum strax kjaragliðnun í almannatryggingakerfinu og útrýmum fátækt. Það á enginn á Íslandi að lifa á minna en 350.000 kr. skatta- og skerðingarlaust. Stöðvum þannig fjárhagslegt einelti ríkisstjórnar í garð þeirra sem svelta í hennar boði í dag.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: