- Advertisement -

Fátækir borgi skatta þeirra ríku

Gunnar Smári Egilsson.

Gunnar Smári skrifar: Til að fjármagna skattalækkun til fyrirtækja, fjármagnseigenda og auðmanna borgar fólk nú gjöld þegar það þarf að nota heilbrigðisþjónustuna og í framtíðinni þegar það skreppur á milli húsa á bíl. Fyrir nú utan að nú er fólk skattlagt sem hefur ekki tekjur sem duga fyrir framfærslu.

Er ekki nær að skattleggja fyrirtækjaeigendur, fjármagnseigendur og auðfólk eins og áður var gert og reka heilbrigðis-, mennta- og vegakerfi án endurgjalds. Á slíku byggir réttlátt samfélag, að allir borgi eftir getu og fái notið eftir þörfum. Ekki á því að hin ríku noti vald sitt til að komast undan skattgreiðslum og varpi byrðum sínum yfir á hin fátæku og veiku. Gjaldfrjáls velferðarþjónusta fyrir almenning og innviðir fjármagnaðir af skattfé eru líka grundvöllur jöfnuðar. Sem aftur er grundvöllur traust, samstöðu og heilbrigðs samfélags.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: