- Advertisement -

Fátækir borga hálf launin í leigu

Þangað til eru þessar tillögur bara fallegur óskalisti, orð á blaði.

„Hvergi á Norðurlöndunum er leiguverð hærra hlutfall af tekjum hjá lágtekjuhópum en hér, langt umfram þau viðmið sem teljast ásættanleg. Lágtekjufólk á Íslandi borgar um 50% af tekjum sínum í leigu. Það gerir það að verkum að sífellt fleiri búa í foreldrahúsum eins lengi og hægt er, enda fer kaupmáttaraukningin ekki til þeirra heldur til eldri kynslóða,“ sagði Halldóra Mogensen formaður velferðarnefndar á Alþingi í dag.

Hún talað einnig um niðurstöðu átakshópsins í húsnæðismálum, sem hún sagði vera fallegan óskalista.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Fjölmargar hugmyndanna kosta peninga, peninga sem ég tel frábært að verja í baráttu fyrir húsnæði fyrir alla. Því bíð ég spennt eftir næstu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar þar sem koma mun í ljós hvort eitthvað eigi að gera. Þangað til eru þessar tillögur bara fallegur óskalisti, orð á blaði á tímum þar sem við þurfum sárlega á aðgerðum að halda,“ sagði Halldóra Mogensen.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: