Á fréttavefnum sudurnes.net er sár frétt. Fyrirsögnin er: „Loka á afgreiðslu skólamáltíða vegna ógreiddra reikninga“
„Loka hefur þurft fyrir afgreiðslu skólamáltíða hjá 12 nemendum í grunnskólum Reykjanesbæjar vegna ógreiddra reikninga það sem af er skólaári,“ segir í fréttinni.
„Þetta kemur fram í minnisblaði sé fylgir fundargerð Fræðsluráðs sveitarfélagsins, en þar kemur jafnframt fram að Reykjanesbær hafi greitt fyrir hluta áskriftanna. Í fundargerðinni kemur einnig fram að sveitarfélagið muni greiða fyrir umræddar máltíðir um mánaðamótin. Þegar hefur verið sótt um styrk fyrir greiðslu máltíða 14 nemenda í sjóð barnavinafélags Hróa hattar.
Alls eru 2157 nemendur í áskrift að skólamáltíðum af 2466 nemendum í grunnskólum Reykjanesbæjar sem gerir 87,47% hlutfall.“